Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 19. mars 2021 22:29
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikarinn: Siggi Bond setti tvennu í grannaslagnum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Reynir S.
Það voru úrslit að berast úr tveimur leikjum í B-deild Lengjubikarsins þar sem Þróttur Vogum vann nágranna- og toppslag gegn Njarðvíkingum.

Sigurður Gísli Snorrason kom Vogamönnum yfir snemma leiks og tvöfaldaði Unnar Ari Hansson forystuna á tólftu mínútu.

Brekkan orðin ansi brött fyrir Njarðvíkinga sem minnkuðu þó muninn í upphafi síðari hálfleiks en það þýddi ekkert þar sem Sigurður Gísli skoraði sitt annað mark og staðan orðin 1-3.

Meira var ekki skorað og eru Vogamenn með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir. Njarðvík er í öðru sæti með 9 stig eftir fjórar umferðir.

Njarðvík 1 - 3 Þróttur V.
0-1 Sigurður Gísli Snorrason ('2)
0-2 Unnar Ari Hansson ('12)
1-2 Bergþór Ingi Smárason ('53)
1-3 Sigurður Gísli Snorrason ('64)

Sindri og Reynir S. mættust þá í Skessunni og þar voru Hornfirðingar rasskelltir.

Magnús Þórir Matthíasson setti tvö fyrir gestina áður en Kristófer Páll Viðarsson bætti þriðja markinu við.

Reynir er með sjö stig eftir fjórar umferðir, í harðri toppbaráttu við ÍR og Hauka.

Sindri 0 - 4 Reynir S.
0-1 Magnús Þórir Matthíasson ('21)
0-2 Magnús Þórir Matthíasson ('59)
0-3 Kristófer Páll Viðarsson ('78)
0-4 Sigurjón Logi Bergþórsson, sjálfsmark ('83)
Athugasemdir
banner
banner