Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 19. mars 2024 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Alltaf Íslendingar í liði umferðarinnar - Karólína nú í fjórða sinn
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Landsliðskonan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er í liði umferðarinnar í þýsku úrvalsdeildinni eftir að hafa spilað afar vel með Bayer Leverkusen í gær.

Það er 90min í Þýskalandi sem velur lið umferðarinnar eftir hverja umferð en Karólína er á sínum stað eftir að hafa spilað stórt hlutverk í sigri Leverkusen gegn Köln.

Karólína lagði fyrra mark Leverkusen upp og hjálpaði liðinu þannig að krækja sér í góðan sigur. Leverkusen er í fimmta sæti þýsku deildarinnar, sex stigum frá Evrópusæti, og er Karólína mikilvægur hlekkur í byrjunarliðinu.

Verða Karólína og Glódís liðsfélagar á næsta tímabili?
Karólína hefur núna fjórum sinnum verið í liði umferðarinnar á þessu tímabili en fjórum sinnum í röð hefur íslenskur leikmaður verið í liðinu. Hún og Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði Bayern München, skipta þessu á milli sín en Glódís er búin að vera þrisvar í liði umferðarinnar.

Það er spurning hvort Karólína og Glódís verði liðsfélagar á næsta tímabili en Karólína er á láni frá Bayern. Hjá Leverkusen hefur hún verið einn öflugasti leikmaður þýsku deildarinnar og Bayern hefur án efa tekið eftir því.

Bæði Karólína og Glódís verða í eldlínunni í næsta mánuði þegar Ísland hefur leik í undankeppn Evrópumótsins.


Athugasemdir
banner
banner
banner