Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 19. mars 2024 21:32
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Framkvæmdastjóri Leverkusen hefur ekki áhyggjur af stöðu Alonso
Mynd: EPA

Framtíð Xabi Alonso stjóra Leverkusen hefur verið mikið í umræðunni en hann hefur náð stórkostlegum árangri með þýska liðið.


Leverkusen er á toppi þýsku deildarinnar með tíu stiga forystu á Bayern og er komið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar þar sem liðið mætir West Ham.

Alonso hefur verið orðaður við Bayern Munchen og Liverpool en hann lék með báðum liðunum á sínum tíma.

Fernando Carro framkvæmdastjóri Leverkusen hefur ekki áhyggjur af því að missa stjórann.

„Xabi Alonso er með samning til ársins 2026 og það er engin ástæða til að efast um það að hann verði áfram. Maður veit aldrei hvað gerist í fótbolta en það er mikið traust og gott samband á milli okkar," sagði Carro.


Athugasemdir
banner
banner
banner