Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
banner
   þri 19. mars 2024 14:44
Elvar Geir Magnússon
Búdapest
Hjörtur Hermanns: Myndi aldrei veðja gegn Íslandi í þessum aðstæðum
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Varnarmaðurinn Hjörtur Hermannsson segir að sér lítist ljómandi vel á verkefnið framundan. Hjörtur er í líklegu byrjunarliði Fótbolta.net fyrir umspilsleikinn mikilvæga gegn Ísrael sem fram fer á fimmtudagskvöld.

„Uppleggið er að fara í tvo úrslitaleiki en byrjum á þessum eftir tvo daga. Það er góð stemning í hópnum og mér lýst vel á verkefnið. Þetta er hreinn úrslitaleikur og í þannig aðstæðum getur allt gerst, ég er ekki veðjandi maður en ég myndi aldrei veðja gegn Íslandi í þeim aðstæðum," segir Hjörtur en Sæbjörn Steinke ræddi við hann á hóteli landsliðsins í Búdapest.

„Ísrael er sterkur andstæðingur en við vitum hvar við höfum þá og hvar við erum. Við getum alveg gert góða hluti á móti þeim."

Ánægður með sitt framlag
Hjörtur vonast auðvitað eftir að byrja í leiknum á fimmtudag en hann hefur leikið vel þegar hann hefur fengið traustið í landsliðinu.

„Ég er búinn að vera gríðarlega ánægður með mitt framlag. Að spila fyrir Ísland er það besta sem maður gerir og maður gerir það með bros á vör. Vonandi fæ ég fleiri tækifæri til að gera það í framtíðinni."

Hjörtur segir frábært að spila með Sverri Inga Ingasyni í hjarta varnarinnar.

„Það er frábært að spila með Sverri, ég spilaði mikið með honum í U21 landsliðinu og hef spilað með honum hér. Frábær 'makker'"

Í viðtalinu, sem sjá má í heild í sjónvarpinu hér að ofan, ræðir Hjörtur nánar um sína stöðu í landsliðinu og einnig um stöðu mála hjá félagsliði sínu, Pisa á Ítalíu, þar sem hann hefur ekki fengið mikið að spila.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner