Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 19. mars 2024 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Memphis: Quincy Promes er áfram vinur minn
Memphis fagnar marki með hollenska landsliðinu.
Memphis fagnar marki með hollenska landsliðinu.
Mynd: EPA
Ronald Koeman, landsliðsþjálfari Hollands, segir það ekki ákjósanlegt að Memphis Depay, leikmaður liðsins, sé að birta myndir af sér á samfélagsmiðlum með dæmdum glæpamönnum.

Memphis birti nýverið mynd af sér með Quincy Promes en þeir voru saman í Dúbaí.

Promes var nýverið handtekinn í Dúbaí. Hann er ekki eins og fótboltamenn eru flestir en árið 2022 var hann dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir að stinga frænda sinn og fyrir nokkrum vikum í sex ára fangelsi fyrir stórfellt eiturlyfjasmygl.

Promes mætti ekki fyrir réttarhöldin af ótta við það að þurfa að sitja í fangelsi og því hefur hann búið í Rússlandi síðustu ár, enda er enginn framsalssamningur á milli Hollands og Rússlands. En möguleiki er að hann verði framseldur til Hollands eftir að hann var handtekinn í Dúbaí.

Memphis birti mynd af sér með Promes í gær og hefur sú mynd verið mikið á milli tannana á fólki. Hún hefur dregið að sér neikvæða athygli sem Koeman er ekki sáttur við. Memphis hefur sjálfur tjáð sig um myndina.

„Þið þekkið ekki þann Quincy Promes sem ég þekki. Ég þekki ekki þann Quincy sem þið lýsið," sagði Memphis. „Hann er áfram vinur minn og ég mun aldrei bregðast vinum mínum. Það þýðir samt ekki að ég muni styðja þá í öllu."

„Þessi mynd átti ekki að vera ögrandi," segir Memphis en í hollenskum fjölmiðlum var talað um hann hefði verið að styðja Promes með myndinni.

Á myndinni var einnig Paul Pogba sem var fyrir stuttu dæmdur í fjögurra ára bann frá fótbolta eftir að hafa fallið á lyfjaprófi.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner