Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   þri 19. mars 2024 09:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Umræðan í Drammen er bara hvenær stærra félag kaupir hann"
Logi Tómasson.
Logi Tómasson.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Logi Tómasson gerði tilkall í að vera í landsliðshópnum í umspilinu fyrir Evrópumótið en var ekki valinn að þessu sinni. Logi átti stórkostlegt ár með Víkingi í fyrra og var seldur til Stromsgodset í Noregi þar sem hann hefur verið að spila afar vel.

Guðmundur Þórarinsson og Kolbeinn Finnsson voru valdir í hópinn sem vinstri bakverðir og var talað um það í útvarpsþættinum Fótbolti.net síðasta laugardag að það væri réttlætanlegt val. Logi hafi hins vegar gert sterkt tilkall til að vera með.

„Ég held að Logi komi inn þegar landsliðið fer á núllpunkt fyrir Þjóðadeildina," sagði Elvar Geir Magnússon í þættinum.

„Það hefði verið gaman fyrir hann að vera með núna og réttlætanlegt miðað við það hvernig hann hefur verið að spila. Hann er besti leikmaðurinn í Stromsgodset, það er bara þannig. Umræðan í Drammen er bara hvenær stærra félag kaupir hann. Það býst enginn við að hann klári tímabilið þarna, en hann er á undirbúningstímabilinu á meðan hinir eru á miðju tímabili," sagði Tómas Þór Þórðarson.

Logi gekk í raðir Stromsgodset á síðasta ári eftir að hafa leikið frábærlega með Íslands- og bikarmeisturum Víkings. Logi átti svo sannarlega frábært ár í fyrra en auk þess að standa sig vel í fótboltanum þá gaf hann út lag ársins - Skína - ásamt Patrik Atlasyni. Hægt er að hlusta á útvarpsþáttinn í heild sinni hér fyrir neðan.


Útvarpsþátturinn - Landsliðsvalið fyrir bardagann í Búdapest
Athugasemdir
banner
banner
banner