Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 19. maí 2020 09:30
Magnús Már Einarsson
Fylgst með æfingum hjá félögum í ensku úrvalsdeildinni
Úr leik í ensku úrvalsdeildinni.
Úr leik í ensku úrvalsdeildinni.
Mynd: Getty Images
Félög í ensku úrvalsdeildinni gætu átt von á að fá óvæntar heimsóknir á æfingar á næstunni.

Félög mega í dag hefja æfingar í litlum hópum á nýjan leik eftir langa pásu vegna kórónaveirunnar.

Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar leggja mikið upp úr því að allir fylgi reglum og lið gætu átt von á heimsókn á æfingasvæðið frá eftirlitsmönnum hvenær sem er.

Einnig er stefnt á að koma fyrir myndbandsupptöku á öllum æfingasvæðum sem forráðamenn deildarinnar geta notað til að fylgjast með æfingum.

Stefnt er á að hefja leik í ensku úrvalsdeildinni á nýjan leik eftir einn mánuð.
Athugasemdir
banner
banner