Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 19. júní 2022 11:20
Ívan Guðjón Baldursson
Arnold stöðvaði mótmæli: „Höfum verið að brenna peninga"
Arnold er stuðningsmaður Liverpool og með bakgrunn í rúgbí.
Arnold er stuðningsmaður Liverpool og með bakgrunn í rúgbí.
Mynd: EPA

Richard Arnold, nýr framkvæmdastjóri Manchester United, stöðvaði fyrirhuguð mótmæli hóps stuðningsmanna í gær.


Mótmælin áttu að eiga sér stað fyrir utan hús Arnold en hann varð fyrri til og fór beint á barinn þar sem hann hafði heyrt að mótmælendurnir ætluðu að koma saman.

Arnold ræddi við stuðningsmennina á barnum og tók einn þeirra samskiptin leynilega upp á myndband. Þar heyrist Arnold meðal annars segja: „Félagið er búið að brenna fullt af pening. Við höfum eytt heilum milljarði í leikmenn, það er meira en öll önnur félög í Evrópu."

Arnold, sem tók við af Ed Woodward í febrúar, var ekki smeykur við að drulla yfir forvera sinn á fundinum. Stuðningsmenn Rauðu djöflanna á svæðinu voru þó ekki sérlega sáttir með svörin sem hann gaf og vonast til að Glazer-fjölskyldan selji félagið og nýr framkvæmdastjóri verði ráðinn.

Stuðningsmenn Man Utd hafa skipulagt fjölda mótmæla gegn eignarhaldi félagsins í gegnum tíðina og tókst að láta fresta heimaleik gegn Liverpool í maí í fyrra. Þau eru ýmis málin sem stuðningsmenn eru ósáttir með, til dæmis stefna í leikmannakaupum og hugmynd um evrópska Ofurdeild.

„Ég er ekki ánægður með stöðu félagsins en við erum að vinna í því að koma öllu aftur á rétta braut. Það er peningur til staðar til að kaupa nýja leikmenn. Við höfum ekki verið nógu gáfaðir með peninga og síðasta ár var algjör martröð. Ég hataði hverja einustu mínútu,"


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner