Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 19. júní 2022 11:00
Ívan Guðjón Baldursson
Real Madrid mun virkja ákvæði Haaland eftir tvö ár
Powerade
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Það er nóg um að vera í sunnudagsslúðrinu sem er tekið saman af BBC. Haaland er nýlega búinn að skipta um félag en samt er ekki hætt að slúðra um manninn og þá eru framtíðir Sterling, Dembele og De Jong óljósar.



Eftir að hafa misst af Kylian Mbappe í sumar ætlar Real Madrid að leggja peninginn til hliðar til að kaupa Erling Braut Haaland, 21 árs, sumarið 2024 þegar kaupákvæði í samningi hans við Man City tekur gildi. Real ætlar að virkja ákvæðið, sem nemur 150 milljónum evra, um leið og hægt er - þegar þarnæsta tímabili lýkur. (AS)

Chelsea hefur mikinn áhuga á Raheem Sterling, 27 ára framherja Man City. (Fabrizio Romano)

Ousmane Dembele, 25, er tilbúinn til að ganga til liðs við Chelsea ef honum verður lofaður nægur spiltími. Dembele er leikmaður Barcleona og franska landsliðsins. (Sun)

Manchester United vonast til að Barcelona lækki 80 milljón punda verðmiðann sem félagið skellti á Frenkie de Jong, 25. Rauðu djöflarnir vonast til að borga tæplega 70 milljónir fyrir miðjumanninn. (Athletic)

Erik ten Hag, stjóri Man Utd, hefur sett í algjöran forgang að kaupa De Jong og Christian Eriksen, 30, í sumar. (Mirror)

Tottenham þarf að borga 34 milljónir punda til að festa kaup á Piero Hincapie, tvítugum varnarmanni Bayer Leverkusen og Ekvador. (Sun)

Liverpool býst við að missa Mohamed Salah, 30, frá sér á frjálsri sölu næsta sumar. Launakröfur Salah eru alltof háar fyrir Liverpool, hann vill 400 þúsund pund í vikulaun. (Mirror)

Leeds United hefur áhuga á Phil jones, þrítugum varnarmanni Man Utd, en Southampton og Fulham gætu bæst við kapphlaupið um hann. (Marca)

Man City er tilbúið til að selja Oleksandr Zinchenko, 25, þar sem Everton hefur áhuga. City ætlar að kaupa Marc Cucurella, 23, frá Brighton fyrir 50 milljónir punda. (Athletic)

Wolves vill ekki selja vinstri bakvörðinn sinn Rayan Ait-Nouri, 21, fyrir minna en 45 milljónir punda. Man City og Chelsea hafa bæði áhuga. (Sun)

Paris Saint-Germain er við það að krækja í Vitinha, 22, frá Porto og Renato Sanches, 24, frá Lille. (Foot Mercato)

Liverpool er reiðubúið til að lána varnarmanninn Neco Williams, 21, út á næstu leiktíð. Nýliðar Nottingham Forest hafa áhuga eftir að Williams spilaði 15 leiki að láni hjá Fulham á síðustu leiktíð. (Mirror)

Ajax hafnaði 25 milljón punda tilboði frá Arsenal í argentínska landsliðsmanninn Lisandro Martinez, 24 ára. (Mail)

Brighton og Watford hafa áhuga á Pape Abou Cisse, 26 ára varnarmanni Olympiakos. (Star)

Millwall er búið að leggja fram tilboð í skoska landsliðsmanninn Lewis Ferguson, 22, og er að reyna að krækja í Benik Afobe, 29, á lánssamningi frá Stoke. (Telegraph)


Athugasemdir
banner
banner
banner