Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 19. júlí 2018 19:30
Ingólfur Páll Ingólfsson
Umboðsmaður Cech segir hann einbeittan á Arsenal
Cech gerði nokkur mistök á síðasta tímabili sem voru úr karakter.
Cech gerði nokkur mistök á síðasta tímabili sem voru úr karakter.
Mynd: Getty Images
Umboðsmaður Petr Cech hefur stigið fram og segir að markmaðurinn sé fullkomlega einbeittur að því að spila fyrir Arsenal á næsta tímabili.

Cech hefur síðustu daga verið orðaður við endurkomu á Brúnna en umboðsmaður leikmannsins segir að það sé enginn samningur á borðinu. Arsenal nældi í Bernd Leno frá Bayer Leverkusen í sumar og er líklegt að hann taki stöðuna í byrjunarliði Arsenal á næsta tímabili.

Cech var gagnrýndur fyrir frammistöðu sína á síðasta tímabili þar sem hann gerði nokkur mistök. Heimildir herma að Chelsea hafi áhuga á að semja aftur við markvörðinn sem yfirgaf félagið árið 2016. Viktor Kolar, umboðsmaður Cech hafði þetta að segja um málið.

Það hefur alltaf verið mikið að gera í hverjum einasta félagsskiptaglugga í kringum Petr Cech. Hinsvegar er hann einbeittur á nýtt tímabil hjá Arsenal, það eru engin sérstök tilboð í boði,” sagði Kolar.

Reiknað er með að bæði Cech og Leno verði í flugvélinni sem ber liðið til Singapúr á sunnudaginn fyrir æfingaleiki gegn Atletico Madrid og PSG. Unai Emery, stjóri Arsenal sagði í síðustu viku að hann væri ekki enn búinn að ákveða hver yrði aðalmarkvörður liðsins.
Athugasemdir
banner
banner