Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
banner
   sun 19. júlí 2020 21:57
Magnús Þór Jónsson
Arnar: Þurfum að sýna stöðugleika
Arnar Gunnlaugsson.
Arnar Gunnlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson stýrði Víkingum til sigurs í markasúpuleik í Fossvoginum í dag.

„Loksins hrundu flóðgáttirnar hjá okkur, mér fannst við virkilega sterkir frá upphafi til enda. Héldum bolta mjög vel, þreyttum þá verulega í fyrri hálfleik.  Þeir reyndu að pressa okkur en við leystum það og lögðum grunninn að síðari hálfleik þar," sagði Arnar í viðtali eftir leik.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 6 -  2 ÍA

Víkingar voru með demantsmiðju í 4-4-2 leikkerfinu i kvöld.

„Við erum búnir að prófa fjórar til fimm leikaðferðir í sumar og erum orðnir vel drillaðir í að breyta taktík.  Það kemur andstæðingnum á óvart í hvert skipti þegar við stillum upp liði því þú veist ekki hvað þú færð."

Halldór Smári Sigurðsson var ekki í hóp í dag og Ingvar markmaður varð að fara útaf í hálfleik. 

„Við erum búnir að vera í ströggli með miðjumennina og markmennina í sumar.  Ingvar fékk högg á hnéð og varð að fara útaf. Sölvi kemur inn í næsta leik en ég hef verið ánægður með strákana í síðustu tveimur leikjum.  Mér finnst við vera komnir út úr öldudalnum og á okkar gamla góða skrið."

Víkingar fara með sigrinum í toppbaráttuna á ný.

„Sko. Til að vinna titla þá þarftu fyrst og fremst að vera með gæði, smá heppni og svo þarftu momentum eins og mér finnst KR og Stjarnan hafa.  Við vorum með það þangað til á 25.mínútu á móti KR og misstum það aðeins en mér finnst við vera að ná því aftur."

„Ég þekki það að vinna titla sem leikmaður og þjálfari.  Það snýst um að kunna að nýta það mómentum sem þú færð."

Nánar er rætt við Arnar í viðtalinu sem fylgir. 
Athugasemdir
banner
banner
banner