Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 19. október 2022 09:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bára tekur sér pásu frá þjálfun
Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir.
Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bára Kristbjörg hefur ákveðið að taka sér frí frá þjálfun eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari Selfoss í sumar.

Bára þykir með efnilegri þjálfurum landsins. Áður en hún kom á Selfoss fyrr á þessu ári þá hafði hún þjálfað U17 og U19 lið Kristianstad í Svíþjóð ásamt því að vera sjúkraþjálfari þar. Bára hefur einnig þjálfað í yngri landsliðum Íslands.

Hún segir frá því á samfélagsmiðlum að hún ætli að taka sér frí frá þjálfun. Því þarf Björn Sigurbjörnsson að finna sér nýjan aðstðarþjálfara.

„Ég er ótrúlega stolt af tímabilinu þar sem bæði leikmenn og þjálfarateymi lögðu allt í verkefnið," segir Bára en hún ætlar að einbeita sér að því að vera sjúkraþjálfari, allavega um um nokkurt skeið.

Selfoss hafnaði í fimmta sæti Bestu deildarinnar í sumar.
Athugasemdir
banner
banner