Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 19. nóvember 2019 23:02
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu fagnið: Wijnaldum og De Jong berjast gegn rasisma
Gini Wijnaldum skoraði þrennu og fagnaði á viðeigandi hátt
Gini Wijnaldum skoraði þrennu og fagnaði á viðeigandi hátt
Mynd: Getty Images
Gini Wijnaldum og Frenkie De Jong, leikmenn hollenska landsliðsins, sendu skýr skilaboð í baráttu gegn kynþáttafordómum í 5-0 sigrinum á Eistlandi í kvöld.

Wijnaldum skoraði þrennu í sigrinum gegn Eistlandi en það hefur verið mikið til umræðu kynþáttafordómar í Hollandi og víða um heiminn í fótboltanum.

Nýjasta málið átti sér stað í leik Excelsior gegn Den Bosch í hollensku B-deildinni. Ahmad Mendes Moreira, leikmaður Excelsior, gekk þá af velli ásamt liðsfélögum sínum eftir að hann varð fyrir kynþáttafordómum af hálfu stuðningsmanna Den Bosch.

Wijnaldum og De Jong fögnuðu því á viðeigandi hátt í kvöld en hægt er að sjá það hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner