Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 19. desember 2022 10:10
Elvar Geir Magnússon
De Jong vill glaður fara til Man Utd - Thuram á Old Trafford?
Powerade
Frenkie De Jong.
Frenkie De Jong.
Mynd: EPA
Moises Caicedo lék með Ekvador á HM.
Moises Caicedo lék með Ekvador á HM.
Mynd: Getty Images
Marcus Thuram.
Marcus Thuram.
Mynd: EPA
Er einhver HM þynnka í lesendum? De Jong, Wan-Bissaka, Amrabat, Caicedo, Moukoko, Gvardiol, Thuram og fleiri í slúðurpakkanum á mánudegi.

Frenkie de Jong (25), hollenski miðjumaðurinn hjá Barcelona, hefur tjáð Erik ten Hag, stjóra Manchester United, að hann myndi glaður ganga í raðir United. (Mirror)

West Ham United hefur áhuga á að fá enska hægri bakvörðinn Aaron Wan-Bissaka (24) lánaðan frá Manchester United í janúarglugganum. (Manchester Evening News)

Sofyan Amrabat (26), miðjumaður Fiorentina og Marokkó, vill frekar ganga í raðir Liverpool en Tottenham. Hann hefur verið orðaður við bæði félögin. (Foot Mercato)

Liverpool er að vinna í því að reyna að fá Jude Bellingham (19) og Enzo Fernandez (21) en líklegast er að Amrabat komi í janúarglugganum. (Team Talk)

Chelsea og Liverpool hafa áhuga á ekvadorska miðjumanninum Moises Caicedo (21) hjá Brighton. (Sky Sports)

Umboðsmaður miðjumannsins Arthur Melo (26) segir að Brasilíumaðurinn muni vera áfram á láni hjá Liverpool og muni ekki snúa aftur til Juventus í janúar. (TuttoMercatoWeb)

Barcelona hefur áhuga á þýska sóknarmanninum Youssoufa Moukoko (18) hjá Borussia Dortmund en vill ekki borga fyrir leikmanninn sem verður samningslaus í sumar. (Football Transfers)

Chelsea vonast til að skáka bæði Real Madrid og Manchester City í baráttunni um króatíska varnarmanninn Josko Gvardiol (20) hjá RB Leipzig. Félagið hyggst gera 45 milljóna punda tilboð í janúar. (Sun)

Manchester United er að skoða möguleika á að kaupa franska framherjann Marcus Thuram (25) frá Borussia Mönchengladbach í janúarglugganum. (Sport Bild)

Diego Simeone, stjóri Atletico Madrid, er að leita yfir styrkingu varnarlega í janúar og íhugar að gera tilboð í Caglar Söyuncu (26), tyrkneska varnarmanninn hjá Leicester. (Team Talk)

Ruud van Nistelrooy, stjóri PSV Eindhoven, hefur viðurkennt að hann geti mögulega ekki komið í veg fyrir að vængmaðurinn hollenski Cody Gakpo (23) yfirgefi félagið bráðlega. (90min)

Samningur franska miðjumannsins Adrien Rabiot (27) við Juventus rennur út í sumar en Juventus vill líklega ekki selja hann í janúar því Paul Pogba (29) er enn fjarverandi vegna hnémeiðsla. (Calciomercato)

Umboðsmaður varnarmannsins Stefan de Vrij (30) hjá Inter segist búast við fjölda tilboða í hollenska landsliðsmanninn en hann verður samningslaus næsta sumar. (TuttoMercatoWeb)

Nigel Winterburn, fyrrum varnarmaður Arsenal, segir að það yrði stórslys fyrir Arsenal ef félagið myndi semja við Cristiano Ronaldo (37). (Metro)

Avram Glazer, einn af eigendum Manchester United, fór á HM til Katar og notaði ferðina til að ræða við hugsanlega kaupendur, þar á meðal frá Sádi-Arabíu og Katar. (Athletic)
Athugasemdir
banner
banner