Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 20. mars 2024 11:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Best fyrir báða aðila að rifta - „Vildi vera heiðarlegur með það"
Í leik með Keflavík á síðasta ári.
Í leik með Keflavík á síðasta ári.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkismenn fagna marki.
Fylkismenn fagna marki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var tilkynnt í gærkvöldi að samningi varnarmannsins Gunnlaugs Fannars Guðmundssonar við Fylki hefði verið rift. Þetta voru óvænt tíðindi þar sem leikmaðurinn samdi í Árbænum í vetur og var á leið inn í sitt fyrsta tímabil með félaginu.

Gunnlaugur samdi við Fylki í vetur og skrifaði undir tveggja ára samning við félagið. Hann gekk til liðs við félagið frá Keflavík þar sem hann lék 24 leiki í deild og bikar síðasta sumar.

Hann er 29 ára gamall varnarmaður sem lék á sínum tíma þrjá leiki með yngri landsliðum Íslands. Hann er uppalinn á Álftanesi og í Haukum og hefur í meistaraflokki leikið með Haukum, Víkingi, Kórdrengjum og Keflavík.

„Þetta var bara samkomulag af hálfu beggja aðila. Ég fékk tilkynningu um það að Rúnar (Páll, þjálfari Fylkis) sæi mig ekki í liðinu. Hann vildi vera heiðarlegur með það og ég dýrka það," sagði Gunnlaugur Fannar í samtali við Fótbolta.net í dag. „Það var best fyrir báða aðila að rifta."

Ragnar Páll Bjarnason, formaður knattspyrnudeildar Fylkis, hefur svipaða sögu að segja.

„Það er bara verið að stilla hópinn af áður en þetta fer í gang. Það lá kannski bara fyrir að hann yrði ekki fyrsti maður," sagði Ragnar Páll við Fótbolta.net í dag og sagði að ekkert sérstakt hefði komið upp. Hann segir að það sé ekki fyrirhugað að fá mann inn í stöðu Gunnlaugs, í hjarta varnarinnar.

Ætlar að vera í sumarfríi
Gunnlaugur segir að nokkur félög séu búin að hafa samband við sig en hann ætlar sér að taka sumarfrí fram í júlí.

„Ég ætla að vera í sumarfríi fram í júlí með fjölskyldu minni. Það eru þegar félög búin að heyra í mér en ég er búinn að taka ákvörðun um að vera í sumarfríi fram í júlí og verja tíma með fjölskyldu minni," segir varnarmaðurinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner