Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 20. mars 2024 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Einróma álit að Havertz átti að sjá rautt fyrir sigurmarkið
Kai Havertz.
Kai Havertz.
Mynd: EPA
Dómnefnd sem fer yfir ákvarðanir dómara í ensku úrvalsdeildinni hefur komist að þeirri niðurstöðu að Kai Havertz átti að fá rautt spjald áður en hann skoraði sigurmark Arsenal gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni á dögunum.

Arsenal lenti í vandræðum gegn Brentford en Havertz gerði sigurmarkið seint í leiknum.

Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur fyrir Arsenal sem er í bullandi titilbaráttu, en dómnefndin (e. Key Match Incidents Panel) hefur komist að þeirri niðurstöðu að Havertz hefði ekki átt að vera inn á vellinum þegar hann skoraði.

Havertz var á gulu spjaldi þegar hann reyndi að fiska vítaspyrnu í seinni hálfleiknum. Hann lét sig falla í teignum og fyrir það átti hann að fá gult spjald - að mati dómnefndarinnar - og þar með rautt. Þá hefði hann ekki getað verið inn á vellinum til að skora sigurmarkið.

Þessi dómnefnd hittist vikulega og fer yfir vafaatriði í ensku úrvalsdeildinni og gefur hún dómurum einkunn sem ákvarðar hversu háan bónus þeir fá. Í dómnefndinni eru fimm aðilar, þar á meðal fyrrum leikmenn og þjálfarar. Einnig er í henni aðili frá ensku úrvalsdeildinni og frá dómarasamtökunum.

Ekki sammála um umdeilt atvik í risaleik
Dómnefndin komst þá einnig að þeirri niðurstöðu að það hefði verið rétt hjá Michael Oliver að dæma ekki víti í blálokin á leik Liverpool og Manchester City á dögunum þegar Jeremy Doku fór hátt með fótinn í teignum. Kosið var um það og var niðurstaðan sú að þrír voru sammála ákvörðuninni og tveir ósammála. Í tilviki Havertz var niðurstaðan einróma.

Fallon d'Floor nominee: Kai Havertz (while already on a yellow)
byu/Goalnado insoccer

Athugasemdir
banner
banner