Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   mið 20. mars 2024 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Haaland haltraði af æfingu norska landsliðsins
Mynd: Getty Images

Erling Haaland haltraði af æfingu norska landsliðsins í gær en þessi magnaði framherji hefur átt í erfiðleikum með meiðsli á þessari leiktíð.


Pep Guardiola stjóri Manchester City tók Haaland af velli í sigri City gegn Newcastle í enska bikarnum fyrir landsleikjahléið og margir voru hræddir um að hann væri eitthvað meiddur.

„Hann er ekki minn leikmaður héðan í frá, það sem norska liðið ákveður verður í lagi. Þeir vita að þetta eru æfingaleikir og þeir verða að höndla þetta skynsamlega. Vonandi gera þeir það," sagði Guardiola eftir leikinn.

Norska læknateymið segir að meiðslin séu ekki alvarleg en Noregur spilar tvo æfingaleiki, gegn Tékklandi og Slóvakíu, í þessu landsliðsverkefni sem framundan er.


Athugasemdir
banner
banner