Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 20. mars 2024 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vonast til að fá meira en 100 milljónir evra fyrir Gyökeres
Viktor Gyökeres.
Viktor Gyökeres.
Mynd: EPA
Sænski sóknarmaðurinn Victor Gyökeres hefur átt stórkostlegt tímabil með Sporting Lissabon í Portúgal. Hann var keyptur þangað frá enska félaginu Coventry fyrir allt að 24 milljónir evra síðasta sumar.

Núna hefur verðmiðinn hækkað talsvert og skiljanlega, þar sem Gyökeres hefur komið að 49 mörkum í 39 leikjum á tímabilinu; hann hefur skorað 36 mörk og lagt upp 13.

Hann hefur verið orðaður við stærstu félög Evrópu en hvað mest hefur hann verið orðaður við Arsenal.

Gyökeres er með 100 milljón evra riftunarverð í samningi sínum en Sporting er núna að vinna í því að framlengja við sóknarmanninn og hækka riftunarverðið.

Leikmaðurinn fer allavega ekki ódýrt. Sporting hefur aldrei selt leikmann fyrir meira en 60 milljónir evra en það mun breytast þegar Gyökeres yfirgefur félagið.
Athugasemdir
banner
banner