Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 20. október 2022 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Frank: Vorum talsvert betri heldur en Chelsea
Mynd: Getty Images

Thomas Frank var himinlifandi eftir gott jafntefli Brentford gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi.


Brentford og Chelsea gerðu markalaust jafntefli og var spænski markvörðurinn Kepa Arrizabalaga valinn besti maður leiksins eftir að hafa bjargað gestunum frá Chelsea.

„Þetta er skrýtin tilfinning því við vorum að spila við risastórt félag eins og Chelsea. Ég man eftir deginum þegar við komumst upp í efstu deild - það var sami dagur og þeir unnu Meistaradeild Evrópu. Það segir mikið til um stærðarmuninn á þessum félögum," sagði Frank að leikslokum.

„Frammistaðan í dag, sérstaklega í fyrri hálfleik, var frábær. Við vorum talsvert betra liðið á vellinum og áttum skilið að sigra. Við byrjuðum að sýna þreytumerki eftir 84 mínútur en fyrir það vorum við með yfirhöndina.

„Kepa átti frábæran leik á milli stanganna. Í hvert skipti sem Chelsea kemur hingað í  heimsókn stendur markvörðurinn þeirra uppi sem maður leiksins."

Frank og lærisveinar hans í Brentford eiga næst útileik gegn Aston Villa. Þeir eru komnir með 14 stig eftir 11 umferðir á meðan Chelsea er með 20 stig eftir 10 umferðir.


Athugasemdir
banner
banner
banner