Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 20. nóvember 2019 13:30
Magnús Már Einarsson
Helgi Kolviðs með lögreglumann og kennara í liði Liechtenstein
Helgi Kolviðsson.
Helgi Kolviðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Helgi Kolviðsson, landsliðsþjálfari Liechtenstein, lauk á sunnudag sinni fyrstu undankeppni með liðið. Liechtenstein endaði með tvö stig í undankeppni EM en liðið gerði jafntefli við Grikkland og Armeníu í keppninni.

Helgi er í viðtali við Morgunblaðið í dag en þar fer hann yfir undankeppnina og næstu skref hjá Liechtenstein. Fáir atvinnumenn eru í liðinu og það gerir Helga erfitt fyrir.

„Það er allt annað að þjálfa Liechten­stein held­ur en Ísland enda er þjóðin tíu sinn­um fá­menn­ari en Íslend­ing­ar. Liechten­stein var með tólf til sex­tán at­vinnu­menn í liðinu þegar það vann Ísland 3:0 í októ­ber 2007 en nú eru þeir ekki nema fjór­ir," sagði Helgi við Morgunblaðið.

„Landsliðsmenn­irn­ir eru því flest­ir í námi eða fullri vinnu. Miðvörður­inn hjá mér er lög­reglumaður og svo er einnig kenn­ari í liðinu."

„Þeir misstu eig­in­lega úr eina kyn­slóð ef svo má segja. Hér er þó fullt af ung­um strák­um og unnið hef­ur verið í að móta þá sem leik­menn með yngri flokk­un­um og skól­un­um."

Athugasemdir
banner