Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 20. desember 2022 21:20
Hafliði Breiðfjörð
Bose mótið - KR vann mótið eftir sigur í vítaspyrnukeppni
Theódór Elmar hampar sigurlaununum í kvöld.
Theódór Elmar hampar sigurlaununum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stefán Árni var maður mótsins og fékk verðlaun fyrir.
Stefán Árni var maður mótsins og fékk verðlaun fyrir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Stjarnan 1 - 1 KR  (3 - 4 í vítaspyrnukeppni)
1 - 0 Dagur Orri Garðarsson
1 - 1 Stefán Árni Geirsson

KR vann Bose- mótið þetta árið en úrslitaleikur mótsins fór fram í fótboltahúsinu Miðgarði í Garðabæ í kvöld.


Dagur Orri Garðarsson kom Stjörnunni yfir í lok fyrri hálfleiksins en hann er sonur Garðars Jóhannssonar fyrrverandi markahróks í liði Stjörnunnar.

Stefán Árni Geirsson jafnaði metin fyrir KR á 55. mínútu og meira var ekki skorað svo grípa þurfti til vítaspyrnukeppni.

Þar byrjaði Björn Berg Bryde leikmaður Stjörnunnar á að skjóta í stöng og þá vörðu markmenn liðanna, Aron Snær Friðriksson (KR) og Darry Gylfason (Stjörnunni) sitt markið hvor.

Sigurlaunin í mótinu eru ekki eiginlegur bikar heldur fékk KR til eignar BOSE S1 hátalara bluetooth með rafhlöðu. Theódór Elmar Bjarnason tók við sigurlaununum úr höndum Ágústs Gylfasonar þjálfara Stjörnunnar en Ágúst stendur fyrir mótinu og hefur gert frá upphafi.

Stefán Árni var valinn leikmaður mótsins og hann fékk einnig verðlaun, Bose SoundLink Flex Bluetooth hátalara.

Myndir úr leiknum koma á Fótbolta.net í fyrramálið.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner