Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 21. mars 2024 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Goðsagnir sjá núna Southgate fyrir sér sem stjóra Man Utd
Gareth Southgate.
Gareth Southgate.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Roy Keane.
Roy Keane.
Mynd: Getty Images
Gary Neville og Roy Keane, sem eru báðir goðsagnir hjá Manchester United, segjast geta séð það fyrir sér að Gareth Southgate stýri United á næstunni.

Enskir fjölmiðlar á borð við Talksport og Daily Mail sögðu frá því í vikunni að Southgate, sem er í dag landsliðsþjálfari Englands, væri efsti maður á blaði hjá Man Utd ef ákvörðun verður tekin um að láta Erik ten Hag fara. Það er helsta slúðrið á Bretlandseyjum þessa stundina.

Engin ákvörðun hefur verið tekin varðandi framtíð Ten Hag en það er í höndum Sir Jim Ratcliffe, sem eignaðist 27,7 prósent hlut í United í síðasta mánuði.

Það hefur verið umræða um það að Ratcliffe vilji fá nýjan mann inn og er Southgate sagður fyrsti kostur. Hann er sagður í miklum metum hjá Ratcliffe sem og hjá Dan Ashworth, sem er að taka við sem yfirmaður fótboltamála hjá United. Ashworth þekkir Southgate vel eftir að hafa áður unnið hjá enska knattspyrnusambandinu.

„Ég gæti séð þetta gerist," sagði Keane í hlaðvarpi á vegum Sky Sports. Keane var lengi fyrirliði Man Utd fyrir nokkrum árum síðan.

„Hann er með tengingu við Dan Ashworth og þessar fréttir koma mér ekki á óvart."

„Ég sá aldrei Southgate sem stjóra Man Utd en ég get séð það núna þegar Ashworth er að koma inn. Ég hef verið að hugsa hvað Ten Hag þurfi að gera til að halda starfinu sínu. Er það nóg fyrir hann að vinna FA-bikarinn eða þarf hann líka að koma liðinu í Meistaradeildina?" sagði Neville.

Southgate hefur stýrt Englandi frá 2016 og hefur hann farið með liðið í undanúrslit á HM og í úrslitaleikinn á EM, en hann hefur oft verið gagnrýndur fyrir ákvarðanir sem hann hefur tekið í starfinu. Er hann rétti maðurinn fyrir Man Utd?
Athugasemdir
banner
banner
banner