Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 21. mars 2024 18:04
Brynjar Ingi Erluson
Guimaraes ánægður og ekki að hugsa um að fara
Mynd: EPA
Brasilíski miðjumaðurinn Bruno Guimaraes gefur það í skyn að hann verði áfram hjá Newcastle United á næstu leiktíð, en hann kveðst ánægður að spila á Englandi.

Guimaraes hefur verið með betri miðjumönnum deildarinnar frá því hann kom til Newcastle frá Lyon fyrir tveimur árum.

Vegna fjárhagsreglna ensku úrvalsdeildarinnar er útlit fyrir að Newcastle þurfi að selja að minnsta kosti einn lykilmann í sumar, en Guimaraes hefur verið orðaður við Barcelona undanfarna mánuði.

Brasilíumaðurinn er þó ekki á þeim buxunum að fara frá Englandi á næstunni.

„Það hefur alltaf verið draumur minn að spila hér og hef ég fylgst með ensku úrvalsdeildinni frá því ég man eftir mér. Það var alltaf draumurinn að vera hér og hefur líf mitt verið gott síðan ég samdi við Newcastle, bæði persónulega og í faginu

„Ég er ótrúlega ánægður að vera spila með þeim bestu í bestu deild heims. Áform mín eru að spila hér til lengri tíma, en ég er líka með önnur markmið um að fara annað. Það er samt eitthvað sem mun gerast seinna, en núna er ég mjög ánægður að vera í deildinni,“
sagði hann á blaðamannafundi í dag.

Guimaraes er í brasilíska landsliðinu sem mætir Englandi í vináttulandsleik á Wembley á laugardag.
Athugasemdir
banner
banner