Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 21. mars 2024 22:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísak rifinn niður á jörðina eftir leik - Beint í lyfjapróf
Icelandair
Ísak Bergmann Jóhannesson.
Ísak Bergmann Jóhannesson.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Ísak Bergmann Jóhannesson átti virkilega góða innkomu þegar Ísland vann 4-1 sigur gegn Ísrael í kvöld en eftir sigurinn eru strákarnir okkar aðeins einum sigri frá því að komast á Evrópumótið í Þýskalandi.

Strákarnir fögnuðu vel út á velli þegar flautað var til leiksloka en Ísak gat ekki mikið fagnað með liðinu þegar komið var inn þar sem hann var sendur beint í lyfjapróf.

„Það er mjög þreytt," sagði Ísak við Fótbolta.net eftir leikinn.

„Maður kemur inn vel peppaður og svo er maður rifinn niður á jörðina. Það er svolítið svekkjandi."

Hann sagði í viðtalinu að stuðningsmenn Íslands hefðuð verið frábærir í leiknum. „Það voru tveir Skagamenn hérna og það var gaman að sjá þá. Skagamenn eru út um allt og alltaf jafn skemmtilegir."
Ísak Bergmann: Guð var með okkur í vítinu
Athugasemdir
banner
banner