Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 21. júní 2019 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Napoli búar skjóta á Sarri
Mynd: Getty Images
Maurizio Sarri skrifaði í vikunni undir þriggja ára samning við Juventus. Sarri tók við liðinu af Max Allegri sem var látinn fara eftir nýliðið tímabil.

Sarri var eitt ár í starfi hjá Chelsa áður en hann söðlaði um og tók við Juventus. Þar áður var hann stjóri Napoli á árunum 2015 til 2018.

Napoli hefur verið harðasti samkeppnisaðili Juventus undanfarin ár og Aurelio De Laurentilis, forseti Napoli, er nú þegar byrjaður á sálfræði stríðinu við Sarri.

„Sarri er týpa sem blótar og er í íþróttagallanum á hliðarlínuni. Það verður áhugavert að sjá hann aðlagast kröfum frá nýju félagi," sagði forsetinn í viðtali við Tutto Napoli.

„Ancelotti er vanur því að var fínn til fara en Sarri er með sitt vaxtalag og þarf núna að klæðast fínni fatnaði. Stuðningsmenn Napoli líta á Sarri sem svikara og það verður frábært að sjá Ancelotti vinna Juve."

Þá birti félagið skondið myndband á Twitter síðu sinni þar sem stuðningsmenn Napoli "óska Sarri góðs gengis".



Athugasemdir
banner
banner
banner