Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 21. ágúst 2021 22:29
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Misjafnt gengi er María og Þórdís lögðu upp í Meistaradeildinni
Ingibjörg Sigurðardóttir
Ingibjörg Sigurðardóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valerenga tók á móti PAOK í meistaradeild kvenna í dag. Ingunn Haraldsdóttir var í byrjunarliði PAOK en hún varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark.

Valerenga vann 2-0 en seinna markið kom undir lok leiksins úr vítaspyrnu. Ingibjörg Sigurðardóttir var í byrjunarliði Valerenga en Amanda Andradóttir byrjaði á bekknum og kom inná þegar skammt var eftir af leiknum.

Bröndby mætti Slovacko frá Tékklandi í forkeppni meistaradeildarinnar. Barbára Sól Gísladóttir byrjaði á bekknum hjá Bröndby en hún kom inná sem varamaður á 64. mínútu. Bröndby vann 2-1.

Celtic er úr leik eftir 3-2 tap eftir framlengingu gegn Minsk. Maria Catharina Ólafsdóttir Gros byrjaði á bekknum en hún kom inná í hálfleik og lagði upp seinna mark Celtic. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir var í byrjunarliði Apollon sem vann CSKA Moskvu 2-1. Hún lagði upp sigurmarkið fyrir Apollon.

Svava Rós Guðmundsdóttir sat allan tíman á varamannabekk Bordeaux sem sigraði Kristianstads 3-1. Sif Atladóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir léku allan leikinn í liði Kristianstads.

Hallbera Guðný Gísladóttir lék allan leikinn í 1-0 sigri AIK gegn Djurgarden í sænsku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner