Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 21. ágúst 2021 06:00
Victor Pálsson
Nagelsmann: Aðrir sem eiga meira í þessum titli en ég
Mynd: EPA
Julian Nagelsmann, stjóri Bayern Munchen, segist eiga afsakplega lítið í fyrsta titli liðsins á tímabilinu.

Bayern vann lið Borussia Dortmund 3-1 í Ofurbikarnum á þriðjudaginn eftir að hafa gert jafntefli í fyrsta deildarleiknum gegn Gladbach.

Bayern vann deildina síðasta vetur en var þá undir stjórn Hansi Flick sem er í dag þjálfari þýska landsliðsins.

Nagelsmann kom með áhugaverða punkta á blaðamannafundi í gær fyrir leik gegn Köln á sunnudag.

Hann segist eiga lítið sem ekkert í titlinum og segir að það sé enginn tími til að fagna þessa stundina.

„Við höfum engan tíma til að fagna. Þessi titill voru verðlaun fyrir Hansi Flick sem vann deildina með þessu liði," sagði Nagelsmann.

„Ég er ánægður en það eru aðrir sem eiga meira í þessum titli en ég."
Athugasemdir
banner
banner
banner