Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 21. ágúst 2021 11:00
Brynjar Ingi Erluson
Nimes leggur fram tilboð í Jón Dag
Jón Dagur til Frakklands?
Jón Dagur til Frakklands?
Mynd: Getty Images
Franska B-deildarfélagið Nimes hefur lagt fram 700 þúsund evra tilboð í íslenska landsliðsmanninn Jón Dag Þorsteinsson en það er danski miðillinn BT sem greinir frá þessu í dag.

Þessi 22 ára gamli sóknarmaður kom til AGF árið 2019 frá Fulham en danska félagið greiddi um 400 þúsund evrur fyrir hann. Jón Dagur hafði heillað með Vendsyssel, á láni frá Fulham, árið áður og ákvað AGF því að kaupa hann.

Hann hefur síðan þá skorað 14 mörk og lagt upp 6 í dönsku úrvalsdeildinni og hefur verið vinsæll hjá klúbbnum.

Samkvæmt BT hefur AGF borist tilboð frá franska B-deildarfélaginu Nimes en félagið er tilbúið að greiða 700 þúsund evrur.

Jón Dagur á aðeins eitt ár eftir af samningnum hjá AGF og er danska félagið að vonast eftir því að hann framlengi. Það er því stór ákvörðun framundan hjá klúbbnum.

Nimes féll úr frönsku úrvalsdeildinni eftir síðustu leiktíð en stefnir á að fara beint aftur upp. Jón Dagur yrði annar Íslendingurinn til að spila fyrir félagið en Elías Már Ómarsson gekk til liðs við Nimes frá Excelsior í sumar.
Athugasemdir
banner