Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 21. desember 2022 00:01
Brynjar Ingi Erluson
Van Gaal hættur í þjálfun - „Mun hlusta ef ég fæ símtal frá Portúgal"
Louis van Gaal
Louis van Gaal
Mynd: Getty Images
Hollenski þjálfarinn Louis van Gaal hefur tilkynnt að hann sé hættur í þjálfun en það er þó ein undantekning og það er ef portúgalska knattspyrnusambandið biður hann um að taka við landsliðinu.

Van Gaal stýrði Hollendingum á HM í Katar, en liðið datt út í 8-liða úrslitum og ákvað þjálfarinn að hætta í kjölfarið.

Þjálfaraferill Van Gaal er stórkostlegur en hann er með félög á borð við Ajax, Barcelona, Bayern München og Manchester United á ferilskránni.

Hann hefur lýst því yfir að hann sé nú hættur í þjálfun, nema það komi símtal frá Portúgal.

„Í annað sinn er ég hættur í þjálfun, en ef Portúgal hringir í mig þá mun ég hlusta. Það er það eina sem ég get sagt,“ sagði Van Gaal á 3FM.

Þjálfarinn hefur síðustu mánuði verið að glíma við ristilkrabbamein síðasta árið en hann hefur farið í nokkrar meðferðir við því. Hann mun því einbeita sér að heilsunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner