Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 22. febrúar 2023 23:34
Brynjar Ingi Erluson
Guardiola: Við hverju býstu?
Pep Guardiola
Pep Guardiola
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, var ánægður með leik sinna manna í 1-1 jafnteflinu gegn RB Leipzig í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Man City fékk færin til að loka leiknum í fyrri hálfleik en fór aðeins með eins marks forystu inn í hálfleikinn og það kom í bakið á liðinu.

Leipzig náði að komast betur inn í hlutina í þeim síðari og fékk jöfnunarmark þegar tuttugu mínútur voru eftir og þar við sat.

„Þeir tóku skrefið fram á við og pressuðu hærra og það skapaði fleiri vandamál fyrir okkur til að byggja sóknir. Eftir markið þá fáum við á okkur mark og við komum til baka og spilum vel síðustu fimmtán eða tuttugu mínúturnar. Við áttum góð færi í báðum hálfleikum og góð úrslit. Við förum og klárum þetta í Manchester.“

„Ég er ánægður með allan leikinn, ekki bara fyrri hálfleik. Við hverju býstu? Að við spilum vináttuleik hérna? Hversu marga leiki hefur þú séð hjá Leipzig? Býstu við að við komum hingað og vinnum 5-0? Það er ekki raunveruleikinn. Þetta er keppni þar sem mörg mikilvægustu liðin eru dottin úr leik eftir riðlakeppni. Við erum gott lið og gerum marga góða hluti. Við héldum áfram að gera þetta. Fólk heldur að við getum komið hingað og unnið 4-0 en því miður þá erum við ekki færir um að gera það.“

„Ég sá gott lið og sérstaklega á miðsvæðinu. Ég hugsaði um Phil en ákvað að halda áfram það sem ég var með, sérstaklega þegar það kemur að öftustu fjórum. Bernardo var að gefa okkur mikla stjórn á miðjunni,“
sagði Guardiola.
Athugasemdir
banner