Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   fös 22. mars 2024 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tchouameni: Eitthvað sem þú gerir bara einu sinni á lífsleiðinni
Aurelien Tchouameni.
Aurelien Tchouameni.
Mynd: EPA
Miðjumaðurinn Aurelien Tchouameni væri spenntur fyrir því að vera með franska landsliðinu á Ólympíuleikunum í sumar.

Í liðinu eru leikmenn sem eru 23 ára og yngri og svo mega vera þrír leikmenn sem eru eldri en það. Tchouameni er 24 ára en hann gæti verið einn af þeim þremur í hópnum sem eru eldri en 23 ára.

Það er þó ekki víst að hann megi fara ef hann verður valinn þar sem mótið fer ekki fram á alþjóðlegum leikdögum. Real Madrid, félagslið hans, gæti því bannað honum að fara.

„Að spila á heimavelli á Ólympíuleikunum væri ótrúlegt. Það er eitthvað sem þú gerir bara einu sinni á lífsleiðinni," segir Tchouameni.

„En Real Madrid er vinnuveitandi minn og ef þeir vilja ekki að ég fari, þá get ég ekki sagt mikið."

Real Madrid hefur áður bannað leikmönnum sínum að fara á Ólympíuleikana en Vinicius Junior og Rodrygo fengu ekki að spila með Brasilíu fyrir þremur árum.
Athugasemdir
banner
banner
banner