Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 22. apríl 2021 14:00
Ívan Guðjón Baldursson
Max Aarons falur fyrir 30 milljónir
Mynd: Getty Images
Max Aarons, efnilegur bakvörður Norwich City, er falur í sumar fyrir rétt verð samkvæmt frétt frá AP.

Aarons er 21 árs gamall og var orðaður við FC Bayern síðasta sumar en að lokum ákváðu Evrópumeistararnir að ná sér í Bouna Sarr, sem þykir langt frá því að vera nógu góður fyrir félagið.

West Ham United, Tottenham og Everton hafa einnig áhuga á Aarons en Norwich vill fá 30 milljónir punda.

Norwich hefur hafnað tilboðum frá Barcelona og Roma í bakvörðinn sinn sem er samningsbundinn félaginu næstu þrjú árin.

Norwich trónir á toppi Championship deildarinnar og er búið að tryggja sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner