Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 22. maí 2021 15:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Forseti leikmannasamtakanna: Þetta er fáránlegt!
Sölvi Snær
Sölvi Snær
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er bara fáránlegt! Mér finnst að liðin verði að hætta að setja einhverjar klásúlur því þetta er ekki partur af KSÍ samning," sagði Arnar Sveinn Geirsson, forseti leikmannasamtakanna, í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í gærkvöldi.

Til umræðu var sú klásúla sem Stjarnan setti í kaupsamninginn þegar Sölvi Snær Guðbjargarson var keyptur til Breiðabliks á dögunum. Ef Sölvi hefði spilað gegn Stjörnunni í gær hefði Breiðablik þurft að greiða eina milljón til Stjörnunnar.

„Leyfðu manninum að spila, þú ætlar ekki að nota hann eða gerir ekki nægilega mikið til að halda honum í þínu liði. Sýndu honum þá virðingu að leyfa honum að spila leikinn," sagði Arnar Sveinn.

Sölvi var ekki í hópnum í gær eftir að hafa komið inn á í síðustu tveimur leikjum.

„Þetta var hluti af því samkomulagi sem var gert á milli félaganna. Það var ekkert annað í stöðunni en að virða það," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson í viðtali í gær.




Óskar Hrafn: Mikill heiður fyrir Gísla og félagið
Athugasemdir
banner
banner
banner