Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
   fös 21. maí 2021 22:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stjarnan hefði fengið 1 milljón ef Sölvi hefði spilað - Blikar virtu samkomulagið
Sölvi Snær Guðbjargarson.
Sölvi Snær Guðbjargarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sölvi Snær Guðbjargarson var utan leikmannahóps Breiðablik þegar liðið spilaði við Stjörnuna í Pepsi Max-deildinni í kvöld.

Breiðablik vann sannfærandi 4-0 sigur en hægt er að lesa um leikinn með því að smella hérna.

Breiðablik keypti hinn 19 ára gamla Sölva Snæ frá Stjörnunni á dögunum en samningur hans við Stjörnuna átti að renna út eftir núverandi tímabil.

Það var gert samkomulag á milli Blika og Stjörnunnar í kringum félagaskipti Sölva að hann myndi ekki spila gegn Stjörnunni í kvöld. Hjörvar Hafliðason, Dr Football, sagði frá því á Twitter í dag að Breiðablik hefði þurft að greiða nágrönnum sínum 1 milljón króna ef Sölvi hefði spilað leikinn.

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, var spurður út í þetta eftir leikinn í kvöld.

„Það er í raun og veru ekki mitt að dæma um það. Þetta var hluti af því samkomulagi sem var gert á milli félaganna. Það var ekkert annað í stöðunni en að virða það," sagði Óskar en allt viðtalið má sjá hér að neðan.

Óskar Hrafn: Mikill heiður fyrir Gísla og félagið
Athugasemdir
banner
banner