Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 22. maí 2021 22:20
Victor Pálsson
Rashford útilokar ekki að fara annað
Mynd: Getty Images
Marcus Rashford útilokar það ekki að hann gæti spilað erlendis einn daginn og þar með yfirgefið Manchester United.

Rashford hefur allan sinn feril leikið á Old Trafford en þrátt fyrir ungan aldur á hann að baki 179 deildarleiki.

Rashford er enn aðeins 23 ára gamall og á því nóg eftir á ferlinum og gæti endað á að spila í öðru landi.

Framherjinn segist vera mikill aðdáandi bæði Barcelona og Real Madrid og hver veit hvort þau félög reyni við hann einn daginn.

„Ég myndi aldrei segja nei. Félag fyrir utan Man Utd? Ég er mikill aðdáandi Barcelona og Real Madrid," sagði Rashford.

„Þessi lið hafa alltaf haft frábæra leikmenn og spilað aðlaðandi fótbolta. Allir fylgjast með Barcelona og Real."
Athugasemdir
banner
banner