Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 22. maí 2021 16:24
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Svíþjóð: Öruggur sigur Örebro á Vaxjö í Íslendingaslag
Berglind Rós Ágústsdóttir vann íslendingaslaginn
Berglind Rós Ágústsdóttir vann íslendingaslaginn
Mynd: Getty Images
Örebro og Vaxjö mættust í sænsku úrvalsdeild kvenna í dag. Leiknum lauk með 4-1 sigri Örebro.

Berglind Rós Ágústsdóttir var í byrjunarliði Örebro en Cecilia Rán Rúnarsdóttir sat á bekknum. Andrea Mist Pálsdóttir byrjaði sinn fyrsta leik fyrir Vaxjö.

Eftir sigurinn er Örebro í 5.sæti með 10 stig eftir sex umferðir en Vaxjö á botni deildarinnar með aðeins eitt stig.

Hacken vann öruggan 3-0 sigur á Eskilstuna fyrr í dag en Diljá Ýr Zomers sat allan tíman á varamannabekk Hacken. Hacken er í 2. sæti deildarinnar með 13 stig eftir sex umferðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner