Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 22. júlí 2022 23:10
Brynjar Ingi Erluson
4. deild: Fimmtán mörk í tveimur leikjum
Samherjar unnu góðan sigur á Spyrni
Samherjar unnu góðan sigur á Spyrni
Mynd: Guðmundur Arnar Sigurðsson
Samherjar og Boltafélag Norðfjarðar unnu góða sigra í E-riðli 4. deildar karla í kvöld.

Samherjar unnu Spyrni, 5-2 þar sem Bjari Már Hafliðason gerði tvö mörk fyrir heimamenn.

Samherjar eru nú aðeins tveimur stigum á eftir Spyrni með 14 stig.

Boltafélag Norðfjarðar vann annan leik sinn í sumar er liðið sigraði Mána, 5-3. Freysteinn Bjarnason skoraði þrennu fyrir Boltafélagið sem er með 8 stig í fimmta sætinu. Máni er áfram í botnsætinu með 1 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Boltaf. Norðfj. 5 - 3 Máni
1-0 Freysteinn Bjarnason ('16 )
2-0 Freysteinn Bjarnason ('28 , Mark úr víti)
2-1 Hermann Bjarni Sæmundsson ('57 )
3-1 Freysteinn Bjarnason ('62 )
3-2 Freyr Sigurðsson ('78 )
3-3 Guðmundur Jón Þórðarson ('90 )

Samherjar 5 - 2 Spyrnir
1-0 Viðar Guðbjörn Jóhannsson ('19 )
1-1 Viktor Ingi Sigurðarson ('33 , Mark úr víti)
2-1 Þór Albertsson ('38 , Sjálfsmark)
3-1 Bjarki Már Hafliðason ('41 )
4-1 Bjarki Már Hafliðason ('63 )
4-2 Steinþór Hrímnir Aðalsteinsson ('75 )
5-2 Ágúst Örn Víðisson ('79 )
4. deild karla - E-riðill
Lið L U J T Mörk mun Stig
Athugasemdir
banner
banner