Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 22. ágúst 2019 11:30
Magnús Már Einarsson
Óli Stefán: Eins og það hafi verið álög á varnarlínunni
Fjögurra manna varnarlína kominn til að vera
Óli Stefán Flóventsson þjálfari KA.
Óli Stefán Flóventsson þjálfari KA.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Óli Stefán Flóventsson, þjálfari KA, ætlar að spila áfram 4-2-3-1 með KA í næstu leikjum. KA spilaði 3-4-3 framan af tímabili en í sigrinum gegn Stjörnunni og jafnteflinu gegn ÍBV í síðasta leik hefur liðið spilað 4-2-3-1. Óli hafði spilað 3-4-3 hjá Grindavík áður en hann tók við KA.

„Ég hef verið mjög trúr og fundið mig í þriggja hafsenta kerfi undanfarin ár. Þar af leiðandi kom ég inn með þá "philosophyu" mína. Ég hef gert fína hluti með það kerfi. Við erum með marga fína hafsenta og upp á jafnvægið í hópnum þá passaði þetta kerfi mjög vel. Við höfum verið að ströggla með líkamlega heilsu hafsentana og það er eins og það hafi verið álög á varnarlínunni því við höfum misst marga út," sagði Óli Stefán í KA podcastinu.

Hallgrímur Jónasson, Haukur Heiðar Hauksson, Callum Williams, Torfi Tímoteus Gunnarsson, Brynjar Ingi Bjarnason og Ívar Örn Árnason hafa allir spilað í þriggja manna varnarlínu KA í sumar. Þrír þeirra fyrstnefndu hafa verið mikið meiddir og Ívar er núna farinn út í skóla til Bandaríkjanna.

Óli Stefán breytti í 4-2-3-1 í miðjum leik gegn HK í júlí eftir meiðsli hjá Torfa og hann gerði það aftur í síðari hálfleik gegn Breiðabliki í þessum mánuði áður en hann fór að nota kerfið frá byrjun leikja.

„Þetta hentar hópnum mjög vel. Við höfum verið að spila mjög vel í þessu leikkerfi og erum komnir inn í þetta að vinna 4-2-3-1," sagði Óli Stefán einnig.

Óli talar meira um leikkerfi í KA podcastinu en umræðan byrjar eftir 16 mínútur.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner