Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 22. ágúst 2021 12:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Klopp ekki hissa á frammistöðu Elliott
Elliott í leiknum í gær
Elliott í leiknum í gær
Mynd: EPA
Liverpool vann 2-0 sigur á Burnley í gær. Jota og Mane skoruðu mörk Liverpool í leiknum.

Hinn 18 ára gamli Harvey Elliott lék á láni hjá Blackburn í Championship deildinni á síðustu leiktíð. Hann lék aðallega á hægri kannti.

Hann hefur fengið á kynnast nýrri stöðu á miðri miðjunni hjá Liverpool. Hann byrjaði sinn fyrsta leik í Úrvalsdeildinni í gær.

Frammistaðan hans hreif marga en hann átti m.a. sendingu á Salah sem skoraði en markið dæmt af vegna rangstöðu. Frammistaða Elliott kom Jurgen Klopp ekki á óvart.

„Allir vilja tala við mig um Elliott og ég skil það algjörlega, þegar 18 ára strákur spilar svona fullorðinslega, ég skil að allir eru að spurja um hann. Ég var ekki hissa að hann spilaði svona. Þetta er akkúrat eins og hann hefur verið að æfa síðustu sex eða sjö vikur, síðan hann kom til baka úr láni."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner