Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 22. ágúst 2021 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Telur að Viktor Karl gæti verið í landsliðshópnum
Icelandair
Viktor Karl Einarsson.
Viktor Karl Einarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íþróttafréttamaðurinn Tómas Þór Þórðarson telur að Viktor Karl Einarsson, leikmaður Breiðabliks, verði mögulega í A-landsliðshópi karla fyrir leikina þrjá í undankeppni HM í september.

Viktor Karl hefur átt mjög gott sumar með Breiðabliki og verið einn besti leikmaður Íslandsmótsins.

„Ég held að við getum séð Viktor Karl þarna inni," sagði Tómas Þór í útvarpsþættinum Fótbolta.net í gær.

„Hann er besti leikmaðurinn í Pepsi Max-deildinni í dag. Ég er ekki að segja að hann sé endilega að fara að spila. Af þessum strákum í Pepsi Max-deildinni sem hafa komið aftur heim úr atvinnmennsku, þá er hann líklegastur til að fá aftur tækifærið. Hann er það góður," sagði Tómas jafnframt.

Viktor Karl er 24 ára gamall. Hann fór ungur að árum til Hollands og var einnig í Svíþjóð áður en hann kom aftur heim til Íslands 2019.

Það verður áhugavert að sjá hvernig A-landsliðshópurinn verður en hann verður kynntur á næstu dögum væntanlega.
Útvarpsþátturinn - Boltinn með Blandon og Fram fögnuður
Athugasemdir
banner
banner
banner