Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 22. október 2019 17:50
Ívan Guðjón Baldursson
Conte við fréttamann: Takk fyrir þessa ráðleggingu
Mynd: Getty Images
Antonio Conte hefur farið vel af stað með Inter í ítalska boltanum og hafði liðið betur gegn Sassuolo um helgina, 3-4.

Valentino Lazaro, sem gekk í raðir Inter í sumar, kom inn á hægri kantinn í stað Antonio Candreva á 73. mínútu leiksins, í stöðunni 1-4.

Hægri kantmaðurinn hjá Inter starfar meira sem vængbakvörður vegna uppstillingar Conte og virðist Lazaro engan veginn vera að finna sig í þeirri stöðu. Hann átti skelfilegan leik eftir að hafa komið inná og kostaði sína menn næstum sigurinn.

Inter mætir Borussia Dortmund í riðlakeppni Meistaradeildarinnar annað kvöld og hélt Conte fréttamannafund í dag. Á fundinum var einn fréttamaður sem sagði: „Þú ættir kannski að nota Lazaro sem fremsta mann í 3-4-2-1 þar sem hann á í erfiðleikum með að spila í vængbakverði."

Conte hló að þessari setningu fréttamannsins og svaraði honum kaldhæðnislega. „Takk fyrir þessa ráðleggingu. Einn daginn mun ég gefa þér ráðleggingar fyrir grein til að skrifa," sagði Conte og uppskar hlátur á fundinum.

„Þar sem þú ert að reyna að komast inn í mitt starf þá get ég alveg eins reynt að komast inn í þitt starf."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner