Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 22. desember 2020 23:10
Ívan Guðjón Baldursson
Arteta ósáttur með rangstöðumark: Erfitt að kyngja þessu
Mynd: Getty Images
Mikel Arteta var svekktur eftir 1-4 tap gegn Manchester City í 8-liða úrslitum deildabikarsins í kvöld.

Arteta var sérstaklega ósáttur með dómgæsluna þar sem þriðja mark Man City hefði ekki átt að vera gilt vegna rangstöðu. Ekkert VAR er í deildabikarnum og því fékk markið að standa.

„Það er erfitt að taka þessu tapi. Við mættum gæðamiklum andstæðingum sem nýttu hver einustu mistök sem við gerðum. Það voru skrýtnir hlutir sem gerðust í dag og gerðu okkur erfitt fyrir, við gáfum þeim nokkur mörk," sagði Arteta.

„Það er erfitt að kyngja þessu í ljósi þess að við klúðruðum góðri skyndisókn rétt áður en þeir skoruðu rangstöðumark.

„Við verðum að snúa þessu við. Næstu úrvalsdeildarleikir munu skipta sköpum fyrir framtíðina. Ég tel mig vera með góðan hóp af leikmönnum sem eru tilbúnir til að berjast. Við getum ennþá snúið þessu við."

Athugasemdir
banner
banner