Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 22. desember 2020 19:56
Ívan Guðjón Baldursson
Birkir spilaði í jafntefli - Kristófer Ingi kom inn í tapi
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Birkir Bjarnason spilaði fyrstu 58 mínúturnar er Brescia gerði jafntefli við Pescara í ítölsku Serie B deildinni.

Brescia var marki yfir þegar Birki var skipt útaf en heimamenn í Pescara voru mun betri í leiknum og var jöfnunarmarkið verðskuldað.

Brescia er um miðja deild með 18 stig eftir 14 umferðir, fimm stigum eftir Venezia sem er í umspilssæti.

Óttar Magnús Karlsson og Bjarki Steinn Bjarkason voru ónotaðir varamenn er Venezia gerði markalaust jafntefli við Cosenza í dag.

Pescara 1 - 1 Brescia
0-1 E. Torregrossa ('43, víti)
1-1 S. Bocchetti ('62)

Cosenza 0 - 0 Venezia

Í gær kom Kristófer Ingi Kristinsson inn á 23. mínútu er Jong PSV tók á móti Almere City í hollensku B-deildinni.

Jong PSV var 1-0 yfir þegar Kristófer kom inn fyrir markaskorarann Fode Fofana sem gerði fyrsta mark leiksins og meiddist tuttugu mínútum síðar.

Almere tók völdin á vellinum og verðskulduðu gestirnir að snúa taflinu við í síðari hálfleik.

Þeir jöfnuðu á 72. mínútu og gerðu sigurmark í uppbótartíma.

Jong PSV er með 16 stig eftir 17 umferðir. Almere er í öðru sæti með 40 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner