Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 22. desember 2020 12:15
Elvar Geir Magnússon
Logi Ólafs tekur við FH (Staðfest)
Davíð Þór Viðarsson aðstoðarþjálfari
Logi er aðalþjálfari FH.
Logi er aðalþjálfari FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Logi Ólafsson hefur verið ráðinn þjálfari FH að nýju og tekur við sem aðalþjálfari eftir að Eiður Smári Guðjohnsen var ráðinn aðstoðarþjálfari landsliðsins.

Davíð Þór Viðarsson verður Loga til aðstoðar í Kaplakrika.

FH hafnaði í öðru sæti Pepsi Max-deildar karla í sumar undir stjórn Loga og Eiðs. Eftir tímabilið samdi FH við Eið um að vera aðalþjálfari með Davíð sem aðstoðarþjálfara og Loga tæknilegan ráðgjafa.

Tilkynning FH:
Logi Ólafsson tekur við FH liðinu og mun stýra Meistaraflokki Karla hjá FH ásamt Davíð Þór Viðarssyni.

Eiður Smári ráðinn aðstoðarlandsliðsþjálfari A-landsliðs karla.
Logi tók við FH um miðjan júlí ásamt Eið Smára og undir þeirra stjórn hafnaði liðið í 2. sæti með 36 stig þegar fjórar umferðir voru enn óleiknar. FH var einnig komið í undanúrslit Mjólkurbikarsins.
FH vann 10 af 14 leikjum liðsins undir stjórn Loga og Eiðs í Pepsi Max deildinni.

Davíð Þór sem lagði skóna á hilluna eftir tímabilið 2019, þá hokinn af reynslu og einn af sigursælustu leikmönnum félagsins mun ásamt Loga, Fjalari Þorgeirssyni markmannsþjálfara og Hákoni Hallfreðssyni styrktarþjálfara mynda þjálfarateymi FH.
Markmið félagsins með Loga og Davíð í broddi fylkingar eru þau sömu og áður, að koma félaginu aftur á toppinn í íslenskum fótbolta.

FH þakkar Eiði Smára fyrir hans góðu störf fyrir félagið og óskar honum og A-landsliði karla velfarnaðar í komandi verkefnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner