Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 22. desember 2020 08:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Neville heillaður af spilamennsku Leeds: Ára sem fylgir Bielsa
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Gary Neville lýsti leik Manchester United og Leeds á sunnudag. Leikurinn var mjög opinn og fjörugur en margir áhorfendur Sky Sports furðuðu sig á því hvers vegna Neville talaði jafn mikið um Leeds og hann gerði um Manchester United.

„Þegar þú horfir á liðið á vellinum og ert að sjá liðið í fyrsta sinn í úrvalsdeildinni þá tekuru eftir hversu hrífandi þessi fótbolti er," sagði Neville í Monday Night Football í gær.

„Ég vil sjá frábærar frammistöður hjá liðum, eins og fyrri hálfleikurinn gegn Manchester City, 1-1, það var eitt það besta sem ég hef séð starfandi við fótbolta. Leikurinn í gær var mjög svo hrífandi, mikill hraði og bæði lið að sækja."

„Það eru margir sem kaupa ekki þessa aðferð og finnst hún galin. Liðið fær á sig mikið af mörkum, liðið gerir þetta og hitt rangt. En svo er það áran sem fylgir Bielsa... Leeds hendir út tölfræðipælingum og gerir hlutina allt öðruvísi en hinir nýliðarnir og Burnley sem dæmi [Burnley átti leik gegn Wolves um kvöldið]."

„Ég hef ekkert slæmt um þetta að segja, í alvörunni ekki."
sagði Neville.

Roy Keane hrósaði einnig aðferðafræði Marcelo Bielsa á sunnudag eins og heyra má hér að neðan ásamt gagnrýni Jamie Carragher. Þá er rætt um Leeds eftir um hálftíma í hlaðvarpsþættinum Enska boltanum sem má nálgast neðst í fréttinni.




Enski boltinn - Kampakátir Liverpool menn á toppnum
Athugasemdir
banner
banner
banner