Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 22. desember 2020 20:57
Ívan Guðjón Baldursson
Svava Rós farin frá Kristianstad (Staðfest) - Á leið í Val?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Svava Rós Guðmundsdóttir er farin frá sænska félaginu Kristianstad eftir tveggja ára dvöl.

Svava Rós skoraði 8 mörk undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur hjá Kristianstad en þar áður lék hún fyrir Röa í Noregi. Hún gerði garðinn frægan með Val í efstu deild kvenna og lék svo fyrir Breiðablik í þrjú ár áður en hún flutti til Noregs.

Það kom fram í þætti Dr. Football í síðustu viku að Svava Rós væri á leið til Vals ásamt Dagnýju Brynjarsdóttur.

Svava Rós er sögð eiga að taka stöðu Hlínar Eiriksdóttur á kantinum hjá Val.

Svava er 25 ára gömul og hefur komið við sögu í 24 A-landsleikjum. Hún spilaði síðast fyrir Val sumarið 2014.

Orri Rafn Sigurðarson, íþróttalýsandi hjá Viaplay, segir það ekki vera rétt að Svava Rós sé á leið aftur í Val.




Athugasemdir
banner