Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 22. desember 2022 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Osimhen hugsar ekki um að yfirgefa Napoli
Mynd: EPA

Victor Osimhen er eftirsóttur sóknarmaður Napoli. Manchester United og Newcastle hafa verið orðuð við hann en Aurelio De Laurentiis, eigandi Napoli, segir Osimhen kosta 100 milljónir evra.


Osimhen er 23 ára gamall sóknarmaður frá Nígeríu sem hefur raðað inn mörkunum á öllum sviðum. Hann á 38 mörk í 76 leikjum með Napoli en þar áður skoraði hann 18 í 38 leikjum hjá Lille.

Tölfræðin sem vekur mesta athygli er markaskorunin hjá honum með nígeríska landsliðinu, þar sem hann á 15 mörk í 22 leikjum.

Á þessari leiktíð er Osimhen búinn að skora 10 mörk í 14 leikjum með Napoli og vill hann vinna titla með félaginu.

„Þetta er eitt af bestu félögum Evrópu og ég vil vinna titla hér. Markmiðið okkar er að vinna deildina og það er allt sem ég hugsa um," sagði Osimhen.

„Það er erfitt að hugsa sér að fara til betra félags en Napoli eins og staðan er í dag. Ég er einbeittur að þessu tímabili. Við verðum að vinna eitthvað og svo sjáum við til hvað gerist."

Osimhen á tvö og hálft ár eftir af samningi sínum við Napoli, sem er með átta stiga forystu á toppi ítölsku deildarinnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner