Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 23. mars 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Abidal: Ég gat fengið Neymar aftur til Barcelona
Eric Abidal gat fengið Neymar en stjórnin valdi Antoine Griezmann í staðinn
Eric Abidal gat fengið Neymar en stjórnin valdi Antoine Griezmann í staðinn
Mynd: Getty Images
Eric Abidal, fyrrum yfirmaður knattspyrnumála hjá Barcelona, segist hafa verið grátlega nálægt því að fá brasilíska sóknarmanninn Neymar aftur til félagsins árið 2019.

Abidal var ráðinn til Barcelona sumarið 2018 en var rekinn tveimur árum seinna eftir 8-2 tap liðsins gegn Bayern München í Meistaradeildinni.

Slæmar ákvarðanir á leikmannamarkaðnum urðu til þess að hann var látinn fara en vildi þó fara aðrar leiðir en stjórnin tók fram fyrir hendurnar á honum.

Abidal var í viðræðum við Paris Saint-Germain um að fá Neymar aftur til Barcelona en stjórnin ákvað að taka Antoine Griezmann frá Atlético Madríd í staðinn.

„Tíu dögum áður en glugginn lokaði þá fór ég til París til að ræða við Leonardo. Ég var ásamt stjórnarformanni Barcelona og við vorum að tala um Neymar," sagði Abidal við Telegraph.

„Þegar stjórnarformaðurinn fer til PSG þá er það af því við gátum fengið Neymar. Ef við hefðum ekki keypt Griezmann þá hefðum við getað fengið Neymar því við þurftum vængmann og Neymar var frábær þegar hann spilaði með Barcelona."

„Þetta snerist ekki um hvor var betri en mér fannst við þurfa leikmann í þessa stöðu á þessum tíma. Liðið þurfi alvöru vængmann en forsetinn ákvað að kaupa Griezmann."

„Rökin gegn því að fá Neymar var dómsmálið sem Neymar höfðaði gegn félaginu, þannig þetta var ekki auðvelt. Félagið sagði að hann yrði að fella málið niður ef hann vildi koma aftur. Það var ekki mitt vandamál því ég var ekki hjá félaginu þegar það mál kom upp. Ég gat fengið Neymar en það gekk því miður ekki upp,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner