Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 23. mars 2021 20:45
Victor Pálsson
Gerrard ekki sammála ákvörðun Southgate
Mynd: Getty Images
Steven Gerrard, stjóri Rangers, er ekki sammála þeirri ákvörðun Gareth Southgate að velja Trent Alexander-Arnold ekki í enska landsliðið.

Trent var ekki valinn í nýjasta landsliðshóp Englendinga en hann er leikmaður Liverpool líkt og Gerrard var á sínum tíma.

Trent hefur oft spilað betur en á þessu tímabili en allt Liverpool liðið hefur verið í töluverðri lægð.

„Eitt er á hreinu og það er að ég verð alltaf til staðar fyrir Trent," sagði Gerrard í samtali við Athletic.

„Gareth Southgate tekur ákvarðanirnar þarna og ég er ekki endilega sammála þessari. Ég er ekki landsliðsþjálfarinn."

„Að mínu mati þá er Trent besti enski hægri bakvörðurinn á Englandi."
Athugasemdir
banner
banner
banner