Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 23. mars 2024 21:30
Brynjar Ingi Erluson
Tók Kroos aðeins sjö sekúndur að leggja upp mark í endurkomunni
Toni Kroos
Toni Kroos
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn Toni Kroos snéri aftur á völlinn með þýska landsliðinu í kvöld og tók það hann aðeins sjö sekúndur að leggja upp fyrsta mark Þjóðverja.

Kroos lagði landsliðsskóna á hilluna eftir Evrópumótið árið 2021 en hann vildi setja Real Madrid og fjölskyldu sína í forgang, þó þýskir fjölmiðlar vildu meina að hann hefði hætt vegna gagnrýni fyrrum landsliðsmanna.

Þá var sagt að hann leikstíll hans hentaði ekki þýska landsliðinu en hann náði að þagga niður í gagnrýnisröddum strax í byrjun leiks gegn Frakklandi í kvöld.

Hann lagði upp fyrsta mark leiksins eftir að eins sjö sekúndur fyrir Florian Wirtz, sem er nú eitt fljótasta landsliðsmark í sögunni, auðvitað á eftir Christoph Baumgartner sem bætti metið í kvöld er hann skoraði eftir tæpar sex sekúndur í 2-0 sigri Austurríkis á Slóvakíu.

Staðan er 2-0 fyrir Þýskalandi, en Kai Havertz gerði annað mark Þjóðverja í leiknum.


Athugasemdir
banner
banner
banner